2. mars 2021

Jarðhræringar á Reykjanesi

Sú jarðskjálftahrina sem nú gengur yfir Reykjanesið hefur ekki haft áhrif á fjarskiptakerfi Mílu á svæðinu. 

Míla fylgist vel með þróun mála vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Sú jarðskjálftahrina sem nú gengur yfir Reykjanesið hefur ekki haft áhrif á fjarskiptakerfi Mílu á svæðinu. Míla vinnur eftir viðbragðsáætlun og er nú skilgreint óvissustig hjá Mílu eins og stendur. Er þetta vegna þess að núverandi atburðir hafa ekki haft áhrif á fjarskiptakerfi en atburðarrásin getur haft áhrif ef hún þróast frekar. Míla hefur yfirfarið tækjarými á svæðinu og hefur fært færanlega rafstöð til Grindavíkur. Þá hafa olíubirgðir á rafstöð Þorbirni verið yfirfarnar og sviðsmyndir vegna mögulegs hraunflæðis verið skoðaðar. Helstu fjarskipti á svæðinu eru hringtengd og þola því áraun upp að vissu marki. Þá mun Míla bregðast við eins og aðstæður leyfa í samráði við Almannavarnir ef til eldgoss og hraunrennslis kemur sem gæti ógnað fjarksiptaöryggi á Reykjanesi.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica