6. júlí 2016

Íslensk heimili með bestu háhraðatengingarnar

Ísland heldur yfirgnæfandi forystu sinni í fjölda fastra háhraðainternettenginga með 30Mb/s niðurhalshraða eða meira. 

Ísland heldur yfirgnæfandi forystu sinni í fjölda fastra háhraðainternettenginga með 30Mb/s niðurhalshraða eða meira. 

Þetta eru niðurstöður könnunar á notkun helstu þátta fjarskiptaþjónustu og þróun þeirra, sem eftirlitsstofnanir á fjarskiptamarkaði Norðurlanda og Eystrasaltslanda hafa gefið út.  Þetta má rekja til fjölgunar Ljósnetstenginga um land allt og á Míla þar stærstan þátt, en fyrirtækið hefur komið Ljósneti sínu til nær allra þéttbýlisstaða á landinu.

Síðustu sjö ár hafa eftirlitsstofnanir á fjarskiptamarkaði Norðurlanda og Eystrasaltslanda, alls átta landa, gefið árlega út samanburðarskýrslu um notkun helstu þátta fjarskiptaþjónustu og þróun þeirra. Fjarskiptanotkun er mjög lík í þessum löndum þegar áheildina er litið, og sambærileg tækni sem notuð er til að veita fjarskiptaþjónustu. Þó er sýnilegur munur á einstökum þáttum.

Samkvæmt könnuninni eru um 0,31 breiðbandstengingar 30 Mb/s eða meira á hvern íbúa á Íslandi.  Næstir koma Svíar með 0,21 tengingu á hvern íbúa.  Könnun á þessum þætti nær aftur til ársins 2010 og hefur Ísland haft forystu allan þann tíma.

Ísland hefur einnig yfirgnæfandi forystu í fjölda breiðbandstenginga sem hafa meira en 10Mb/s upphalshraða (frá viðskiptavinum). 84% breiðbandstenginga á Íslandi hafa meira en 10 Mb/s upphalshraða meðan Svíar sem eru næstir hafa um 73% tenginga með meira en 10Mb/s hraða.

Það má því segja að íslensk heimili hafi bestu mögulegu heimilistenginguna, miðað við nágrannalöndin.