Óvissustig hjá Mílu

Míla er á óvissustigi vegna Landriss á Reykjanesi og vegna Covid-19 veirunnar. 

 


13. desember 2019

Um öryggi fjarskipta - í ljósi atburða síðustu daga

Við búum í landi þar sem veður er óstöðugt og náttúruhamfarir geta orðið hvenær sem er. Allt getur þetta valdið því að fjarskipti raskast. Rafmagnsleysi hefur mikil áhrif á fjarskipti, ekkert rafmagn, engin fjarskipti. meðfylgjandi er áhugavert erindi Mílu frá UT messunni 2016 um einmitt þessi mál.

Hlutverk fjarskipta er stöðugt að aukast í nútíma samfélagi og ekki mun mikilvægið minnka á komandi árum. Fjarskipti eru algjörlega háð rafmagni. Ef það er ekkert rafmagn, þá eru engin fjarskipti. Við búum í landi þar sem margt getur gerst og gerist reglulega. Það verða náttúruhamfarir, jarðskjálftar, flóð eða eldgos, það ganga ofsaveður yfir heilu landshlutana og allt getur þetta valdið því að fjarskipti raskast. Það verður rafmagnsleysi, skemmdir geta orðið á línum í jörðu og samböndum í lofti. 

Í ljósi atburða síðustu daga í þeim veðurofsa sem gekk yfir landið þá langar okkur að ítreka mikilvægi þess að huga að öryggi fjarskipta á landinu í heild því fjarskipti eru orðin jafn mikilvæg í samfélaginu í dag og rafmagn eða heitt vatn. Halldór Guðmundsson forstöðumaður Tæknistoðar hjá Mílu fjallaði einmitt um þessi mál á UT messunni árið 2016 og er framsaga hans aðgengileg hér. 

UT messan 2016 - Míla

 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica