30. desember 2022

Húsavík orðin að fullu ljósleiðaravædd

Öll heimili, fyrirtæki og stofnanir í þéttbýli Húsavíkur geta nú tengst ljósleiðara Mílu og þar með nýtt sér 1Gb/s tenginguna sem hann býður upp á

Verkefnið hófst árið 2019 og nú í lok árs var lokið við síðustu tengingarnar og þar með er Húsavík að fullu ljósleiðaravædd.

Húsavík er þar með komið í hóp bæjarfélaga þar sem Míla hefur lokið að fullu við lagningu ljósleiðara. Önnur bæjarfélög eru m.a. Selfoss, Skagaströnd, Hofsós, Eyrarbakki og Stokkseyri, auk þess sem lagning ljósleiðara til heimila í Reykjanesbæ og á Egilsstöðum er mjög langt komin og er áætlað að ljósleiðaralagningu verði lokið þar á árinu 2023.

Míla hefur lagt ljósleiðara víða um land á síðustu árum. Á þessu ári höfum við unnið að ljósleiðaralögn til heimila á yfir 30 þéttbýlisstöðum hringinn um landið og með nýjum eigendum verður lagt í auknar fjárfestingar til að ljúka verkinu á sem skemmstum tíma.