Óvissustig hjá Mílu

Míla er á óvissustigi vegna Landriss á Reykjanesi og vegna Covid-19 veirunnar. 

 


11. september 2019

Heimili á Selfossi tengjast ljósleiðara Mílu

Ljósleiðaraverkefni á Selfossi - fyrstu 450 íbúðirnar komnar með tengingu við ljósleiðara Mílu. 

Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir við lagningu ljósleiðara til heimila á Selfossi. Frá og með deginum í dag verða heimili við eftirfarandi götur komin með tengingu við ljósleiðara Mílu og eru það alls um 450 íbúðir. Þetta eru heimili við Austurveg, Árveg, Bankaveg, Birkivelli, Engjaveg, Fagurgerði, Grænumörk, Grænuvelli, Heiðmörk, Hjarðarholt, Hlaðavelli, Hrísholt 9, Hörðuvelli, Rauðholt, Reynivelli, Réttarholt, Sigtún, Skólavelli, Sólvelli, Stekkholt, Tryggvagötu, Vallholt, Víðivelli og Þórsmörk  

Þar með geta íbúar við þessar götur pantað þjónustu um ljósleiðara Mílu hjá fjarskiptafyrirtækjunum, sem hafa öll jafnan aðgang að kerfum Mílu. 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica