30. desember 2020

Breytingar um áramót

Nú um áramótin mun Míla taka yfir eignarhald og rekstur fjarskiptakerfa sem áður voru hjá Símanum. 

Nú um áramótin mun Míla taka yfir eignarhald og rekstur fjarskiptakerfa sem áður voru hjá Símanum. Þau fjarskiptakerfi sem færast til Mílu eru MPLS-gagnaflutningsnetið, innanlands og utan, ásamt farsímadreifikerfi.

Frá 1. janúar 2021 mun Míla bjóða aðgang að Interngátt, erlent niðurhal til fjarskiptafyrirtækja með sama hætti og var hjá Símanum. En á næstu mánuðum mun Míla undirbúa og kynna nýtt heildstætt vöruframboð í gagnaflutningi.

Fjarskiptafélög sem eiga farsímakjarna og hafa áhuga á aðgangi að farsímadreifikerfi hafi samband við sala@mila.is
Þetta vefsvæði byggir á Eplica