26. mars 2021

Bætt fjarskiptasamband við Gosstöðvarnar

Starfsmenn Mílu, Neyðarlínunnar og Nova unnu að bættu fjarskiptasambandi við gosstöðvarnar.

Þann 25. mars fóru starfsmenn Mílu, Neyðarlínunnar og Nova á Langahrygg við gosstöðvarnar í Geldingardal til að bæta fjarskipti á svæðinu. Verkefnið er samstarfs þessara aðila, auk Símans og Vodafone. Settur var upp nýr fjarskiptastaður til bráðabigða fyrir farsíma og Tetra samskipti. Þar með er búið að bæta sambandið á svæðinu fyrir almenning, viðbragðsaðila og mælitæki vísindamanna.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica