1. febrúar 2017

1 Gíg á Ljósleiðara Mílu

Míla bíður nú 1 Gb/s á ljósleiðaratengingum sínum til heimila á höfuðborgarsvæðinu.

Nú þegar stendur ríflega 30.000 heimilum á höfuðborgarsvæðinu til boða 1 Gb/s tengingar um Ljósleiðara Mílu og mun sá fjöldi vaxa hratt á árinu sem er að líða. Á þessu ári stefnir Míla á að tengja 28.000 heimili til viðbótar við ljósleiðarakerfi sitt á höfuðborgarsvæðinu og verða þá um 58 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu komin með möguleikann á að tengjast Ljósleiðara Mílu og fá 1 Gb/s tengingu um hann.

Auðvelt er að auka hraðann á núverandi tengingum með því að hafa samband við sitt fjarskiptafyrirtæki, sem sjá um að uppfæra sambandið í 1 Gb/s.

1 Gb/s eða 1000 Mb/s er mesti hraði sem boðið er upp á um ljósleiðaratengingar til heimila í dag og uppfyllir allar þarfir þeirra til framtíðar og rúmlega það. 

Kannaðu á www.mila.is hvort þú sért kominn með tengingu og ef svo er, hafðu þá samband við þitt fjarskiptafyrirtæki til að komast í frábært samband á Ljósleiðara Mílu. 

Öll fjarskiptafélög á markaði geta boðið þjónustu yfir Ljósleiðara Mílu.