Míla tengir þig

Míla rekur stærsta fjarskiptanet landsins sem allir landsmenn tengjast með einum eða öðrum hætti. Markmið Mílu er að veita öllum örugga og öfluga fjarskiptatengingu sem uppfyllir þarfir notenda hverju sinni.

Heimili og fyrirtæki

Míla tengir heimili og fyrirtæki á öllu
landinu við fjarskiptakerfi sitt

Flest heimili í þéttbýli hafa möguleika á að tengjast Ljósneti eða Ljósleiðara Mílu og fá frá 50 Mb/s til 1 Gb/s hraða eftir staðsetningu. 

Fyrirtækjatengingar Mílu eru fjölbreyttar og geta fyrirtæki valið um 50, 100, 200 og 500 Mb/s hraða. Míla leggur áherslu á öryggi og fyrsta flokks þjónustu til að tryggja eins stöðugt og öruggt samband og frekast er unnt.

Ljósleiðari Mílu

Míla leggur nú ljósleiðara til heimila á höfuðborgarsvæðinu

Í lok árs 2017 voru um 52.000 heimili á höfuðborgar-svæðinu komin með tengingu við Ljósleiðara Mílu. 

Míla lagði fyrsta ljósleiðarann sem lagður var á Íslandi árið 1986. Síðan þá hefur Míla bætt jafnt og þétt við ljósleiðarauppbygginguna og rekur í dag stærsta og útbreiddasta ljósleiðarakerfi landsins.

Ljósnet Mílu

Ljósnet Mílu er til staðar fyrir yfir 92% heimila á öllu landinu

Öll heimili á höfuðborgarsvæðinu eru komin með tengingu við Ljósnetið og það sama á við flest alla þéttbýliskjarna á landinu öllu. Þá vinnur Míla að því að klára að tengja heimilin í þéttbýli  á landinu öllu við Ljósnet Mílu.

Um ljósnetið hafa heimili möguleika á 50-100Mb/s hraða.

Míla um allt land

Fjarskiptakerfi Mílu liggur um allt land

Fjarskiptastaðir Mílu eru víðsvegar um landið, á öllum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli bæði á láglendi og hálendi.

Staðirnir eru tengdir saman með Stofnneti Mílu sem er grunnur fjarskipta á Íslandi.

Starfsemi Mílu byggir á mikilli reynslu starfsmanna og samstarfsaðila um allt land sem tryggja öruggan rekstur fjarskipta allan sólarhringinn, allt árið.