SHDSL
Fyrirtækjatengingar
SHDSL fyrirtækjatenging er nettenging sem ætluð til reksturs lítilla og meðalstórra fyrirtækja þar sem ADSL fyrirtækjatenging dugir ekki til.
Helsti kostur SHDSL fyrirtækjatenginga er að hraðinn er jafn í báðar áttir. Hægt að velja hraða á bilinu 2 Mb/s – 20 Mb/s.
Fyrir aukinn hraða eru fleiri koparlínur nýttar, eða að hámarki 4 línur fyrir 20 Mb/s hraða.
Ekki er boðið upp á flutning á sjónvarpsþjónustu yfir SHDSL fyrirtækjatengingar.
Helstu kostir fyrirtækjatenginga umfram heimilistengingar
Fyrirtækjatengingar fá forgang í bilunum umfram heimilistengingar.
Allt að 3 þjónustutengingar (VLAN).
Dæmi um þjónustutengingar:
- VLAN til að tengja saman útibú fyrirtækja
- VLAN fyrir internet samband fyrirtækis
- VLAN fyrir VoIP þjónustu.