Vinnureglur og staðlar
Frágangur á fjarskiptalögnum vegna ljósleiðara
Míla leggur eingöngu ljósleiðaraheimtaugar í nýbyggingum og kallar það á breyttar aðferðir við lagningu innanhússlagna og fjarskiptatengingar í nýbyggingum. Míla getur veitt verktökum ráðgjöf um hvernig ganga skuli frá fjarskiptalögnum. Þá segir ÍST 151:2016 staðallinn skýrt til um hvernig frágangur á fjarskiptalögnum skal vera:9.1 Frágangur á fjarskiptalögnum
Mælt er með að öllum fjarskiptalögnum sé skilað fullfrágengnum með endatenglum í herbergjum og með tengilistum í tengiskápum. Einnig skal verktaki setja upp alla tengiskápa samkvæmt þessum staðli. Tækjabúnaður í tengiskápum er ekki meðtalinn í útboði þar sem reikna má með að að íbúar húsnæðisins óski eftir mismunandi fjarskiptakerfum frá mismunandi þjónustuaðilum sem rétt er að eigandinn sjálfur taki ákvörðun um þegar flutt er inn í húsnæðið. Eðlilegt er að reikna bæði með kóaxlögnum og netlögnum (CAT) innan hverrar íbúðar.
Í fjöleignarhúsi skal einnig reikna með að verktaki skili verkinu með fjarskiptalögnum frá húskassa til allra íbúða, bæði kóaxlögnum og netlögnum (CAT og/eða ljósleiðara) sem enda í tengilistum. Auk þess skal verktaki einnig koma öllum tengiskápum fyrir í sameign með tengilistum samkvæmt þessum staðli. Tækjabúnaður í tengiskápum er ekki meðtalinn í útboði þar sem um mismunandi fjarskiptakerfi er að ræða frá mismunandi þjónustuaðilum sem rétt er að eigendur íbúðanna taki ákvörðun um þegar flutt er inn í húsnæðið.
Innanhússlagnir - vinnureglur Mílu

Skýringar:
- Strengir frá fjarskiptafyrirtækjum í lokuðum inntakskössum (eign fjarskiptafyrirtækis)
- Innanhússlagnir tengjast á tengilista með endatengjum í húskassa merktar íbúðum (eign húseiganda)
- Einfalt fyrir notanda að færa sig á milli fjarskiptafyrirtækja með því að tengja frá inntaki yfir í húskassa með ljóstengisnúru (patch snúru)
- Innanhúss - strengur kemur inn í íbúð og endar í boxi í endatengi svo hægt sé að tengja með ljóstengisnúru í viðkomandi notandabúnað fjarskiptafyrirtækis
- Einfalt fyrir notanda að færa sig á milli fjarskiptafyrirtækja og engin þörf á að brjóta ljósþráð.
Kostir:
- Óheft aðgengi allra fjarskiptafyrirtækja tryggt að innanhússlögninni
- Aldrei þarf að vinna aftur við innanhússlögnina eftir að hún hefur verið lögð
- Ekkert bókhald þarf fyrir innanhússlagnir þar sem íbúðir eru merktar á tengilista
- Skýr skipti á eignarhaldi og ábyrgð
- Húseigandi á innanhússlögnina
- Fjarskiptafyrirtæki á inntakskassa
- Hægt að mæla gæði innanhússlagna
- Í samræmi við ÍST-151:2016