Vogar
Míla hafði áætlað lagningu ljósleiðara til um 200 heimila í Vogum á þessu ári. Því miður verður töf á stærstum hluta þeirrar framkvæmdar fram á næsta ár, en þó stefnum við að því að tengja um 34 heimili fyrir lok ársins.
Míla hafði áætlað lagningu ljósleiðara til um 200 heimila í Vogum á þessu ári. Því miður verður töf á stærstum hluta þeirrar framkvæmdar fram á næsta ár, en þó stefnum við að því að tengja um 34 heimili fyrir lok ársins.
Verkefni næsta árs verður unnið í samstarfi við Ljósleiðarann, en fyrirtækin hafa unnið saman að lagningu ljósleiðara víða undanfarin ár með góðum árangri. Samstarfið felst í því að samnýta framkvæmdir og minnka þannig jarðrask sem óhjákvæmilega fylgja lagningu innviðakerfa.