11. júlí 2022

Vogar

Á þessu ári áætlar Míla að leggja ljósleiðara til um 130 heimila í Vogum. Þegar eru yfir 140 íbúðir í Vogum með tengingu við ljósleiðara Mílu.

Á þessu ári áætlar Míla að leggja ljósleiðara til um 132 heimila í Vogum, Vatnsleysuströnd. Þegar eru yfir 140 íbúðir í Vogum með tengingu við ljósleiðara Mílu, og geta því nýtt sér allt að 1Gb/s háhraðatenginguna sem ljósleiðari Mílu veitir. Verkefni þessa árs verður unnið í samstarfi við Ljósleiðarann (fyrrum Gagnaveitu Reykjavíkur), en fyrirtækin hafa unnið saman að lagningu ljósleiðara víða undanfarin ár með góðum árangri. Samstarfið felst í því að samnýta framkvæmdir og minnka þannig jarðrask sem óhjákvæmilega fylgja lagningu innviðakerfa. Þetta vefsvæði byggir á Eplica