13. maí 2022

Stykkishólmur

Míla áætlar að leggja ljósleiðara til rúmlega 150 heimila á Stykkishólmi á þessu ári. 

Á þessu ári er ætlunin að að leggja ljósleiðara til um 150 heimila til viðbótar á Stykkishólmi. Fyrir voru um 100 heimili á Stykkishólmi komin með tengingu við ljósleiðara Mílu. Þær götur sem verða tengdar á þessu ári eru Áskinn, Ásklif, Borgarbraut, Borgarflöt, Borgarhlíð, Búðanes, Garðaflöt, Hjallatangi 4, 6, 8, 10, 14, 16 og 18, Laufásvegur 13 – 43, Neskinn, Nestún, Nesvegur 17 a og b, Sjávarflöt, Vallarflöt og Víkurflöt. 

Með tengingu við ljósleiðara Mílu fá heimilin möguleika á að nýta sér allt að 1 Gb/s háhraðatengingu sem ljósleiðarinn veitir og er það öflugasta heimilistengingin sem er í boði hjá Mílu.Þetta vefsvæði byggir á Eplica