13. maí 2022

Stokkseyri og Eyrarbakki

Míla og Ljósleiðarinn í samstarfi á Eyrarbakka og Stokkseyri við lagningu ljósleiðara til heimila og fyrirtækja.

Með vorinu hefjast framkvæmdir við lagningu ljósleiðara Mílu á Eyrarbakka og Stokkseyri og ætlum við að ljúka lagningu til allra heimila og fyrirtækja á báðum stöðum fyrir árslok 2022. Verkefnið er unnið í samstarfi við Ljósleiðarann (áður Gagnaveita Reykjavíkur), en fyrirtækin hafa unnið saman að lagningu ljósleiðara víða undanfarin ár með því að samnýta framkvæmir og minnka þannig umhverfisáhrif sem óhjákvæmilega fylgja lagningu innviðakerfa. Þegar eru um 60 heimili á Eyrarbakka og Stokkseyri með tengingu við ljósleiðara Mílu, en Míla hefur í gegnum árin lagt ljósleiðara til heimila í nýjum hverfum og þar á meðal á þessu svæði. Þegar verkefninu lýkur verða öll heimili á báðum stöðum komin með möguleika á að tengjast ljósleiðara Mílu og nýta allt að 1 Gb/s háhraða tenginguna sem ljósleiðarinn veitir.