11. júlí 2022

Snæfellsbær

Míla áætlar að leggja ljósleiðara til um 70 heimila í Snæfellsbæ á þessu ári.

Á þessu ári áætlum við að tengja um 52 heimili í Ólafsvík og 15 heimili á Hellissandi við ljósleiðara Mílu, auk hafnarsvæðisins á Rifi. Þegar eru um 113 heimili í þéttbýli í Snæfellsbæ með tengingu við ljósleiðara Mílu, 64 á Ólafsvík og 49 á Hellissandi og Rifi.  

Á Ólafsvík verða heimili við Miðbrekku og Fossabrekku 21 tengd ljósleiðara Mílu. Þá er ætlunin að tengja 5 heimili við Skálholt, heimili við Brautarholt 1 – 16 og Grundarbraut 42 – 50 á þessu ári. Á Hellissandi verða heimili við Snæfellsás og Hellisbraut 10, 19 og 21 tengd ljósleiðara á árinu. Þetta vefsvæði byggir á Eplica