Grindavík
Á þessu ári er ætlunin að leggja ljósleiðara til 84 heimila í Grindavík. Þegar eru yfir 400 heimili og fyrirtæki í bænum með tengingu við ljósleiðara Mílu.
Síðustu ár hefur Míla lagt ljósleiðara til um 420 heimila og fyrirtækja í Grindavík. Á þessu ári er ætlunin að leggja ljósleiðara til 84 heimila og fyrirtækja til viðbótar. Verkefnið í ár er hluti af samstarfsverkefni Mílu og Ljósleiðarans, en fyrirtækin hafa unnið saman að lagningu ljósleiðara víða undanfarin ár s.s. á Selfossi og í Reykjanesbæ og felst samstarfið í því að samnýta framkvæmdir og minnka þannig jarðrask sem óhjákvæmilega fylgja lagningu innviðakerfa.