GPON Mílu um Ljósleiðara Rangárþings eystra

31.10.2016

Míla ætlar að veita GPON þjónustu frá símstöðinni Heimalandi á ljósleiðarakerfi Rangárþings Eystra.

Míla ætlar að veita GPON þjónustu frá símstöðinni Heimalandi á ljósleiðarakerfi Rangárþings eystra sem er í uppbyggingu þessa dagana. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir um 100 mögulegum tengistöðum, en í framtíðinni er gert ráð fyrir að þeim fjölgi í allt að 250 tengistaði frá símstöðinni Heimalandi.