23. maí 2022

Garður

Míla áætlar að leggja ljósleiðara til 124 heimila í Garði á þessu ári. þegar eru 216 heimili með tengingu. 

Míla áætlar að leggja ljósleiðara til 124 heimila í  Garði á þessu ári. Fyrir eru 216 heimili í Garði með tengingu við ljósleiðara Mílu. Verkefnið núna er unnið í samstarfi við Ljósleiðarann (fyrrum Gagnaveitu Reykjavíkur), en fyrirtækin hafa unnið saman að lagningu ljósleiðara víða undanfarin ár. Samstarfið felst í því að samnýta framkvæmdir og minnka þannig jarðrask sem óhjákvæmilega fylgja lagningu innviðakerfa.