14. september 2022

Blönduós

Míla áætlar að leggja ljósleiðara til rúmlega 60 heimila og fyrirtækja á Blönduósi.

Míla áætlar að leggja ljósleiðara til rúmlega 60 heimila og fyrirtækja á Blönduósi fyrir lok þessa árs. Fyrir eru um 40 heimili og fyrirtæki í bænum með tengingu við ljósleiðara Mílu.  Heimilin sem ætlunin er að tengja á þessu ári eru við Húnabraut, Mýrarbraut, Skúlabraut og Sunnubraut og við Flúðabakka 1 og 3.  Ef allt gengur samkvæmt áætlun verða tengingarnar tilbúnar til notkunar fyrir lok ársins. Þetta vefsvæði byggir á Eplica