Landstrengir

Fjarskiptastrengir á landi tengja byggðakjarna saman og eru að jafnaði grafnir í jörðu. Helsta auðkenni ljósleiðara í jörðu eru svonefndir merkjahælar - gulur staur merktur VARÚÐ LJÓSLEIÐARI eða VARÚÐ JARÐSTRENGIR.

Landstrengir 

Fjarskiptastrengir á landi tengja byggðakjarna saman og eru að jafnaði grafnir í jörðu. Helsta auðkenni ljósleiðara í jörðu eru svonefndir merkjahælar - gulur staur merktur: VARÚÐ LJÓSLEIÐARI eða VARÚÐ JARÐSTRENGIR.

Tjón vegna skorts á upplýsingum

Tjón sem verður vegna rofins ljósleiðara, hvort sem er á landi eða í sjó getur numið milljónum króna og er á ábyrgð þess sem veldur rofi. Komast má hjá óþarfa tjóni og töfum með því að afla réttra upplýsinga í tíma. Mikilvægt er að kannast við þær yfirborðsmerkingar sem vísa á legu og staðsetningu strengja.

Öflun upplýsinga um strengi

Ef framkvæmdir eru á svæði þar sem strengir kunna að liggja í jörðu, ber hiklaust að leita eftir upplýsingum hjá Mílu um nánari legu þeirra svo komast megi hjá óþarfa tjóni og töf á framkvæmdum. Hér er hægt að panta lagnateikningar og fá þær sendar í tölvupósti, eða sækja þær til Mílu að Stórhöfða 22 - 30. Einnig er hægt að hringja í síma  585 6221  á skrifstofutíma til að fá upplýsingar um staðsetningu stengja.