Neyðarstig vegna Covid-19 veirunnar

Míla lýsir yfir neyðarstigi vegna Covid-19 veirunnar, í samræmi við neyðarstig Almannavarna. 

Landris á Reykjanesi

Míla er í viðbragðsstöðu vegna landriss vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Míla fylgist með gangi mála og vinnur að fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að minnka áhrif ef hraungos hefst á þessu svæði.


Míla lýsir yfir óvissustigi

9.12.2019

Míla heldur áfram óvissustigi vegna aftakaveðurs sem gekk yfir landið. Víðtækar rafmagnstruflanir og óvissa um hvenær rafmagn verður komið á að nýju gerir að verkum að truflanir geta enn orðið á fjarskiptum. 

Míla heldur áfram óvissustigi vegna aftakaveðurs sem gekk yfir landið. Víðtækar rafmagnstruflanir og óvissa um hvenær rafmagn verður komið á að nýju gerir að verkum að truflanir og útföll geta enn orðið á fjarskiptum.

Búið er að vara við truflunum á afhendingu rafmagns vegna hættu á ísingu víða um land. Rafmagnsleysi hefur einnig áhrif á götuskápa sem veldur því að internet til heimila verður fyrir truflunum.  Míla keyrir símstöðvar á varaafli ef þörf krefur, en í stöku tilfellum geta langvarandi útföll á rafmagni haft áhrif á fjarskipti að einhverju leiti. Þá er einnig hætta á að ísing geti valdið truflunum á flutningi fjarskipta í lofti á minni fjarskiptastaði og til fjalla.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica