Slit á ljósleiðarastreng við Blönduós

7.7.2024

Það er slitinn 96 þráða ljósleiðarastrengur við Blönduós. Þetta hefur ekki áhrif á notendur á Blönduósi, en hefur áhrif á þjónustu á nærliggjandi svæðum. Áhrifa gætir á farsímaþjónustu í hluta af Langadal, Svartárdal og Blöndudal. Áhrifa gætir á hluta notenda með ljósleiðaraþjónustu á svæðinu.Undirbúningur að viðgerð er hafinn og búist er við að viðgerð hefjist um kl 20. Áætlað er að fyrstu þjónustur fari að koma inn að nýju upp úr kl 22 og ef allt gengur vel að viðgerð geti verið lokið fyrir miðnætti í kvöld.

Uppfært 8. júlí: Viðgerð lauk um klukkan 2:00 í nótt. Farsímasendar duttu inn um 22:30.