Óvissustig hjá Mílu

25.5.2020

Míla er á óvissustigi vegna Landriss á Reykjanesi 

 

Reykjanes:  Míla er í viðbragðsstöðu vegna landriss vestan við fjalli Þorbjörn á Reykjanesi og jarðhræringa þar. Fylgst er með gangi mála og hefur verið unnið að fyrirbyggjandi aðgerðum til að minnka áhrif ef til hraungoss kemur á svæðinu. Míla er með rafstöð á fjarskiptastaðnum Þorbirni auk þess sem færanleg vararafstöð er við Grindavíkurstöð. Fjarskiptasamband um Reykjanesið er tryggt með hringtengdum ljósleiðara, auk örbylgjusambanda. Eldsumbrot geta þó alltaf haft áhrif á fjarskiptakerfi.