Óveðursspá

13.2.2020

Míla er í viðbragðsstöðu vegna djúprar lægðar sem stefnir að landinu og á morgun. Ef truflanir verða á raforkukerfinu mun Míla keyra á varaafli ef þörf krefur, en langvarandi truflun á rafmagni geta haft áhrif á fjarskipti. 

Míla er í viðbragðsstöðu vegna djúprar lægðar sem stefnir að landinu. Búist er við austan roki og ofsaveðri á suðurhelmingi landsins og appelsínugul veðurviðvörun er í gildi um allt land á morgun. Landsnet hefur varað við því að hætta verði á margháttuðum truflunum á flutningskerfi raforku. Ef truflanir verða á raforkukerfinu mun Míla keyra á varaafli ef þörf krefur, en langvarandi útföll á rafmagni geta haft áhrif á fjarskipti. Þá er einnig hætta á að ísing geti valdið truflunum á flutningi fjarskipta í lofti á fjarskiptastaði og til fjalla.Þetta vefsvæði byggir á Eplica