Ljósleiðaraslit á Suðurlandi

1.12.2017

Ljósleiðari Mílu á suðurlandi slitnaði um kl. 18.30 í kvöld. Slitið er á milli Víkur og Steina undir Eyjafjöllum. Greining stendur yfir.

Viðgerð er lokið á ljósleiðara Mílu á Suðurlandi sem slitnaði í Bakkakotsá í gærkvöld. Lagður var nýr strengur yfir ána. 
Ljósleiðari Mílu á Suðurlandi slitnaði um kl. 18.30 í kvöld. Slitið er í Bakkakotsá en aðstæður eru erfiðar svo ekki verður hægt að fara í viðgerð fyrr en í birtingu.