Neyðarstig vegna Covid-19 veirunnar

Míla lýsir yfir neyðarstigi vegna Covid-19 veirunnar, í samræmi við neyðarstig Almannavarna. 

Landris á Reykjanesi

Míla er í viðbragðsstöðu vegna landriss vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Míla fylgist með gangi mála og vinnur að fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að minnka áhrif ef hraungos hefst á þessu svæði.


Fjarskiptasambönd á Neskaupsstað úti í nótt

17.9.2019

Fjarskiptasambönd á Neskaupsstað verða úti í um 4 tíma í nótt, vegna vinnu við búnað. Verktími er áætlaður milli kl. 01:00 og 06:00 

Míla þarf að rjúfa fjarskiptasambönd á Neskaupsstað í nótt vegna nauðsynlegrar vinnu við búnað. Þetta mun valda því að fjarskiptasambönd verða úti í bænum á meðan á vinnu stendur. Áætlaður roftími eru um fjórar klukkustundir, en vinna hefst kl. 01:00 eftir miðnætti og verður lokið í síðasta lagi kl. 06:00 í fyrramálið.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica