Bitastraums­aðgangur

Aðgangsleið 1 og 3  eru tengingar í aðgangsneti - xDSL og ljósleiðari. Aðgangsleið 2 er í boði þar sem MPLS-TP tengingar eru til staðar.

Aðgangsleið 1

Aðgangsleið 1 er algengasta leiðin sem viðskiptavinir Mílu nýta sér. Aðgangsleið 1 afhendist í DSLAM eða jafngildan búnað á þeim stað þar sem koparheimtaugar tengjast tengigrind í tækjahúsi eða götuskáp.

  • Þjónustuveitandi tengist DSLAM/heildsöluskipti Mílu beint í viðkomandi tækjahúsi með 1 Gb/s eða 10 Gb/s sambandi.
  • Þjónustuveitandi þarf sjálfur að leggja til aðgangsþjón (BRAS) og flutningslag að DSLAM/heildsöluskipti.
  • Heildsöluskiptir er aðeins settur upp þar sem fleiri en einn viðskiptavinur óskar eftir Aðgangsleið 1
  • Þjónustuveitendur sjá sjálfir um notendabúnað fyrir sína viðskiptavini
  • Línudeili skal alltaf nota þegar símaþjónusta er til staðar

Aðgangsleið 3

Felur í sér flutning með ATM/IP á stofnlínukerfi Mílu að tengipunkti annars fjarskiptafyrirtækis við aðgangsþjón (BRAS) Símans. Tengingar eru afgreiddar með þeim gagnahraða sem er tæknilega mögulegur hverju sinni, en þó að hámarki 12 Mb/s vegna ADSL og 70 Mb/s vegna VDSL2.

  • Þjónustuveitandi tengist IP/MPLS neti og fá þar aðgang að flutningslagi og aðgangsþjóni. 
  • Þjónustuveitendur sjá sjálfir um notendabúnað fyrir sína viðskiptavini
  • Línudeili skal alltaf nota þegar símaþjónusta er til staðar

Aðgangsleið 2 

Aðgangsleið 2 er í boði á þeim stöðum þar sem Stofnnet Mílu býður upp á MPLS-TP tengingar að því gefnu að þar sé einnig staðsettur ISAM búnaður.