Um Mílu

Míla er lífæð samskipta.

Fréttir

26.06.2014

Nýsköpun í rótgrónu fyrirtækjaumhverfi

Meðfylgjandi grein eftir Signý Jónu Hreinsdóttur birtist í Viðskiptablaðinu í dag 26. júní. Greinin fjallar um framfarir og atvinnuþróun sem byggja á nýsköpun og hugmyndafræði hennar. Forsenda framfara er samvinna ólíkra aðila í samfélaginu, sem og í alþjóðasamfélaginu, útbreiðsla þekkingar og rannsóknir.

28.05.2014

Fyrirtækjatengingar á GPON kerfi Mílu

Míla hefur ákveðið að hefja sölu á þjónustu sem kallast GPON+ skv. vörulýsingu hér að neðan. Tekið verður við pöntunum frá og með föstudeginum 30. maí nk. Unnið er að því að mögulegt verði að panta GPON+ með eðlilegum hætti á Þjónustuvef Mílu. Þar til það verður tilbúið, skulu viðskiptavinir senda inn pöntun um hefðbundna GPON tengingu, en taka fram í athugasemdum að um sé að ræða GPON+ tengingu. Upplýsingar um VLAN og IP tölur þurfa að fylgja með.

04.04.2014

Ný Ethernet þjónusta

Hjá Mílu er ný Ethernet þjónusta í þróun sem byggir á MPLS-TP tæknibúnaði Mílu. Búnaður er nú þegar uppsettur á nokkrum stöðum í sambandakerfi Mílu. Búnaðurinn gefur Mílu möguleika á að skilgreina nýja tegund af pakkaskiptri gagnaflutningsþjónustu sem byggir á Ethernet-tækni og hefur það umfram þá tækni sem Míla hefur hingað til notað (SDH) að hægt er að skilgreina meðal annars mismunandi forgangsröðun pakka, frátekna eða samnýtta bandvídd, forgangsröðun og VLAN-aðgreiningu.

25.02.2014

Verðbreyting fyrir aðstöðuleigu hjá Mílu

Þann 28. janúar síðastliðinn kallaði Póst- og fjarskiptastofnun eftir samráði um endurskoðun gjaldskrár Mílu fyrir aðstöðuleigu. Að því loknu og eftir mat á athugasemdum ef einhverjar berast mun stofnunin senda drögin til samráðs hjá ESA áður en endanleg ákvörðun verður birt. Verðskráin mun taka gildi næstu mánaðarmót eftir að endanleg ákvörðun PFS verður birt.

12.02.2014

Rekstur Skipta og Símans sameinaður sjálfstæði Mílu tryggt

Stjórnir Skipta hf. og Símans hf. hafa ákveðið að rekstur félaganna verði sameinaður undir nafni Símans hf. Orri Hauksson, forstjóri Skipta, verður forstjóri sameinaðs félags.
Stuðningsleiðarkerfi