Um Mílu

Míla er lífæð samskipta.

Fréttir

04.04.2014

Ný Ethernet þjónusta

Hjá Mílu er ný Ethernet þjónusta í þróun sem byggir á MPLS-TP tæknibúnaði Mílu. Búnaður er nú þegar uppsettur á nokkrum stöðum í sambandakerfi Mílu. Búnaðurinn gefur Mílu möguleika á að skilgreina nýja tegund af pakkaskiptri gagnaflutningsþjónustu sem byggir á Ethernet-tækni og hefur það umfram þá tækni sem Míla hefur hingað til notað (SDH) að hægt er að skilgreina meðal annars mismunandi forgangsröðun pakka, frátekna eða samnýtta bandvídd, forgangsröðun og VLAN-aðgreiningu.

25.02.2014

Verðbreyting fyrir aðstöðuleigu hjá Mílu

Þann 28. janúar síðastliðinn kallaði Póst- og fjarskiptastofnun eftir samráði um endurskoðun gjaldskrár Mílu fyrir aðstöðuleigu. Að því loknu og eftir mat á athugasemdum ef einhverjar berast mun stofnunin senda drögin til samráðs hjá ESA áður en endanleg ákvörðun verður birt. Verðskráin mun taka gildi næstu mánaðarmót eftir að endanleg ákvörðun PFS verður birt.

12.02.2014

Rekstur Skipta og Símans sameinaður sjálfstæði Mílu tryggt

Stjórnir Skipta hf. og Símans hf. hafa ákveðið að rekstur félaganna verði sameinaður undir nafni Símans hf. Orri Hauksson, forstjóri Skipta, verður forstjóri sameinaðs félags.

03.02.2014

Þjónustuvefur Mílu valinn besti innri vefurinn

íðastliðinn föstudag voru íslensku vefverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn. Verðlaun voru veitt í alls 14 flokkum og þar á meðal var flokkurinn besti innri vefurinn, en þetta var í fyrsta skipti sem veitt voru verðlaun fyrir þennan flokk. Nýji þjónustuvefurinn okkar, thjonusta.mila.is var einn af fimm innri vefum sem tilnefndir voru til þessara verðlauna og stóð okkar vefur uppi sem sigurvegari.

31.01.2014

Þjónustuvefur Mílu tilnefndur til vefverðlauna

Í dag föstudag verða Íslensku vefverðlaunin afhent, en þau eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins og hafa það að markmiði að efla þá sem starfa í þessum geira. Athöfnin er öllum opin. Þjónustuvefur Mílu var tilnefndur til vefverðlauna sem besti innri vefurinn, ásamt fjórum öðrum vefum. Mörg fyrirtæki á Íslandi eru með öfluga innri vefi og er það því mikil viðurkenning fyrir vefinn okkar að fá þessa tilnefningu.
Stuðningsleiðarkerfi