Um Mílu

Míla er lífæð samskipta.

Fréttir

23.12.2013

Jökulsárlón valin ein af 25 áhugaverðustu vefmyndavélunum

Vefmyndavél Mílu á Jökulsárlóni hefur verið valin í hóp 25 áhugaverðustu vefmyndavéla heims af vefsíðunni www.earthcam.com. Er þetta í annað sinn sem vélin hlýtur þennan heiður, en árið 2011 varð hún einnig fyrir valinu. Þetta er í 15 skipti sem EarthCam stendur fyrir valinu á 25 áhugaverðustu vefmyndavélum heims, en þúsundir vefmyndavéla um allan heim er tilnefndar. Fyrir valinu stendur dómnefnd, ásamt forráðamönnum síðunnar. Það er því mikill heiður og stór viðurkenning að komast í þennan hóp.

03.12.2013

Míla styrkir afreksfólk í sundi

Míla hefur gert styrktarsamning við Sunddeild Fjölnis til þriggja ára. Sunddeild Fjölnis hefur verið á miklu flugi og á nýliðnu íslandsmeistaramóti vann hópurinn 10 gull, 5 silfur og þrjú brons og lönduðu íslandsmeti í 4*200 metra boðsundi karla, settu þrjú piltamet (15 - 17 ára) og fimm íslandsmet í flokki S14.

04.11.2013

Viljayfirlýsing um kaup Mílu á Gagnaveitu Skagafjarðar

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um kaup Mílu á Gagnaveitu Skagafjarðar ehf. sem verður hluti af umfangsmiklu fjarskiptaneti Mílu. Samhliða kaupunum verður ráðist í fjárhagslega endurskipulagningu Gagnaveitunnar sem mun tryggja rekstrargrundvöll hennar til framtíðar. Míla og Gagnaveita Skagafjarðar munu halda áfram fyrirhugaðri háhraðanetsuppbyggingu í Skagafirði og er stefnt að því að Ljósveituvæðingu verði lokið á Sauðárkróki innan árs. Einnig verður ráðist í lagningu Ljósveitu á Hólum í Hjaltadal, ljósleiðaratengingu að Varmahlíð og Akrahreppi og lagningu Ljósveitu á Hofsósi.

25.09.2013

Nýtt mastur er risið í Árneshrepp á Ströndum

Nýtt mastur er risið við tækjahús Mílu við Trékyllisvík í Árneshrepp á Ströndum. Mastrið er um 18 metra hátt og er ætlað að styrkja fjarskipti við hreppinn. Nokkuð hafði borið á truflunum á örbylgjusamböndum sem tengja hreppinn við fjarskiptanet Mílu. Til að bregðast við þeim vanda var hafist handa fyrr í sumar við að undirbúa það að reisa nýtt mastur í Trékyllisvík. Nú er mastrið komið upp og er verið að leggja lokahönd á að færa búnað yfir í mastrið.

05.09.2013

Prófunum lokið á tíföldun flutningsgetu á ljósleiðarakerfi Mílu

Míla hefur lokið prófunum á flutningi á 100 Gb/s á ljósleiðarakerfi sínu. Þetta þýðir að ekkert er því til fyrirstöðu að tífalda flutningsgetu á landskerfi Mílu skapist eftirspurn eftir þeirri bandbreidd. Flutningsnet Mílu er í fararbroddi og er það langöflugasta fjarskiptakerfið á landinu. Prófanir hafa staðið yfir í nokkra mánuði og hafa þær gengið vel.
Stuðningsleiðarkerfi