Um Mílu

Míla er lífæð samskipta.

Fréttir

31.01.2014

Þjónustuvefur Mílu tilnefndur til vefverðlauna

Í dag föstudag verða Íslensku vefverðlaunin afhent, en þau eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins og hafa það að markmiði að efla þá sem starfa í þessum geira. Athöfnin er öllum opin. Þjónustuvefur Mílu var tilnefndur til vefverðlauna sem besti innri vefurinn, ásamt fjórum öðrum vefum. Mörg fyrirtæki á Íslandi eru með öfluga innri vefi og er það því mikil viðurkenning fyrir vefinn okkar að fá þessa tilnefningu.

28.01.2014

Míla styrkir Samgöngusafnið að Skógum

Eva Magnúsdóttir forstöðumaður Þjónustu hjá Mílu og Sverrir Magnússon framkvæmdastjóri Samgöngusafnsis að Skógum hafa undirritað samning um styrk Mílu til safnsins. Styrkurinn er veittur til uppsetningar og viðhalds yfirlitssýningar á minjum sem spanna 100 ára sögu fjarskipta á Íslandi. Á safninu verður sögu fjarskipta gerð góð skil og þeim hluta sögunnar sem tilheyra forsögu Mílu.

27.01.2014

Míla vinnur mál fyrir EFTA dómstólum

Með dómi sem kveðinn var upp í dag felldi EFTA-dómstóllinn úr gildi ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá 21. nóvember 2012 að hefja ekki formlega rannsókn á því hvort leiga á ljósleiðara fæli í sér ólögmæta ríkisaðstoð.

22.01.2014

Míla áformar að tvöfalda hraða á Ljósveitukerfi sínu

Míla áformar að tvöfalda hraða á ljósveitukerfi sínu á völdum stöðum á þessu ári. Þá gæti hraði á heimilistengingum náð allt að 100 Mb/s. Þróun á allt að 1 Gb/s tengingum er vel á veg komin og má búast við að Míla geti boðið þær á næstu þremur árum.

21.01.2014

Nýir hraðaverðflokkar vegna leigulína á Etherneti

Nýjum hraðaverðflokkum vegna leigulína á Etherneti hefur verið bætt við núverandi verðskrá leigulína. Um er að ræða hraða frá 150 Mb/s að 400 Mb/s vegna leigulína á Etherneti milli símstöðva og frá 2,5 Gb/s að 10 Gb/s í vöruflokknum Gígabit Ethernet. Alls bætast 4 verðflokkar við grein 1.4 og 6 verðflokkar bætast við grein 1.5 í núverandi viðmiðunartilboði Leigulína. Ný verð má sjá í meðfylgjandi töflu.
Stuðningsleiðarkerfi