Um Mílu

Míla er lífæð samskipta.

Fréttir

27.01.2014

Míla vinnur mál fyrir EFTA dómstólum

Með dómi sem kveðinn var upp í dag felldi EFTA-dómstóllinn úr gildi ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá 21. nóvember 2012 að hefja ekki formlega rannsókn á því hvort leiga á ljósleiðara fæli í sér ólögmæta ríkisaðstoð.

22.01.2014

Míla áformar að tvöfalda hraða á Ljósveitukerfi sínu

Míla áformar að tvöfalda hraða á ljósveitukerfi sínu á völdum stöðum á þessu ári. Þá gæti hraði á heimilistengingum náð allt að 100 Mb/s. Þróun á allt að 1 Gb/s tengingum er vel á veg komin og má búast við að Míla geti boðið þær á næstu þremur árum.

21.01.2014

Nýir hraðaverðflokkar vegna leigulína á Etherneti

Nýjum hraðaverðflokkum vegna leigulína á Etherneti hefur verið bætt við núverandi verðskrá leigulína. Um er að ræða hraða frá 150 Mb/s að 400 Mb/s vegna leigulína á Etherneti milli símstöðva og frá 2,5 Gb/s að 10 Gb/s í vöruflokknum Gígabit Ethernet. Alls bætast 4 verðflokkar við grein 1.4 og 6 verðflokkar bætast við grein 1.5 í núverandi viðmiðunartilboði Leigulína. Ný verð má sjá í meðfylgjandi töflu.

09.01.2014

Ný stjórn og framkvæmdastjóri Mílu

Á hluthafafundi Mílu, dótturfélags í eigu Skipta hf., sem haldinn var miðvikudaginn 8. janúar var ný stjórn kjörin í félaginu. Stjórnina skipa Óskar Jósefsson, Helgi Magnússon, Orri Hauksson, Sigríður Dís Guðjónsdóttir og Sigríður Hrólfsdóttir. Óskar Jósefsson er formaður stjórnar. Úr stjórn gengu Gunnar Karl Guðmundsson og Guðrún Blöndal. Stjórn Mílu hefur ráðið Gunnar Karl Guðmundsson sem framkvæmdastjóra Mílu og tekur hann við starfinu af Páli Á. Jónssyni sem lætur af störfum að eigin ósk.

23.12.2013

Jökulsárlón valin ein af 25 áhugaverðustu vefmyndavélunum

Vefmyndavél Mílu á Jökulsárlóni hefur verið valin í hóp 25 áhugaverðustu vefmyndavéla heims af vefsíðunni www.earthcam.com. Er þetta í annað sinn sem vélin hlýtur þennan heiður, en árið 2011 varð hún einnig fyrir valinu. Þetta er í 15 skipti sem EarthCam stendur fyrir valinu á 25 áhugaverðustu vefmyndavélum heims, en þúsundir vefmyndavéla um allan heim er tilnefndar. Fyrir valinu stendur dómnefnd, ásamt forráðamönnum síðunnar. Það er því mikill heiður og stór viðurkenning að komast í þennan hóp.
Stuðningsleiðarkerfi